Að skrifa fyrir börn // Börn skrifa

Saturday  26 August  2017  10:00 AM    Saturday  26 August  2017 4:00 PM
Save (5) Saved (6)
Last update 27/08/2017
  7

Gullkistan á Laugarvatni og Bókabæirnir austanfjalls bjóða upp á námskeið í skapandi skrifum næstkomandi laugardag 26. ágúst. Viðfangsefni og aðferðir snúast um það að skrifa fyrir börn. Um er að ræða tvö námskeið sama daginn og hefst það fyrra klukkan 10 um morguninn í Bókasafni Árborgar og stendur til klukkan 13. Það námskeið er ætlað fyrir fullorðna. Seinna námskeiðið hefst í bókasafninu í Hveragerði klukkan 14 og er ætlað fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára og stendur til klukkan 16. Námskeiðin eru styrkt af uppbyggingarsjóði Suðurlands og er aðgangur ÓKEYPIS.

Leiðbeinandi er írski rithöfundurinn E. R. Murray eða Elizabeth Rose Murray sem dvelur nú í híbýlum Gullkistunnar á Laugarvatni. Hún skrifar jöfnum höndum ljóð og smáar sögur sem birst hafa víða en leggur þó höfuðáherslu á að skrifa fyrir börn og unglinga. Fyrsta unglingasaga hennar kom út árið 2016 og heitir Karamelluhjartað. Saga hennar Lærdómshjartað sem er skrifuð fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára var tilnefnd til írsku barnabókaverðlaunanna árið 2017. Á Gullkistunni leggur Elizabeth lokahönd á nýjustu skáldsögu sína fyrir unglinga sem hún kallar The Book of Revenge eða Hefndarbókin. Elisabeth heldur úti kennslu í skapandi skrifum á Netinu í gegnum Inkwell Writers and Big Smoke Writing Factory.

Námskeiðin fara fram á skýrri og einfaldri ensku og verða þýðendur til taks og snara orðum og hugtökum jafnóðum yfir á íslensku. Skráning er hafin og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig sem allra fyrst hjá umsjónarmanni námskeiðanna Jóni Özuri Snorrasyni á netfangið jonozur@gmail.com

food