Litir, textar og bíó / Color, text and film

Sunday  28 August  2016  3:00 PM    Sunday  28 August  2016 6:00 PM
Save (20) Saved (21)
Last update 29/08/2016
  1

Starfsemi Gullkistunnar felst að stærstu leyti í að vera dvalar- og vinnustaður fyrir skapandi fólk, rithöfunda, tónskáld, ljósmyndara, myndlistarmenn og kvikmyndagerðarfólk.
Næstkomandi sunnudag 28. ágúst klukkan 15.00 ætla fimm bandarískar listakonur sem dvalið hafa á Gullkistunni í ágúst að opna sýningu á verkum sínum og segja frá dvöl sinni. Klukkan 16.00 verða einnig sýndar tvær stuttar heimildamyndir eftir eina þeirra. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir.
Aðsetur Gullkistunnar er Dalbraut 1 á Laugarvatni og kallast MIÐSTÖÐIN.
Gullkistan nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og er handhafi menningarverðlauna Bláskógabyggðar.

Á mynd frá vinstri: Elizabeth Sher sinnir myndlist og kvikmyndagerð, myndlistarkonan Anna Lawrence, Brooke Holve sem notar gjarnan gamlar bækur sem hráefni í sinni myndlist og Sara Sutter rithöfundur. Elizabeth og Brooke dvöldu báðar á Gullkistunni fyrir þrem árum. Auk þeirra tekur tónlistarkonan Alison Leedy þátt í dagskránni. Sjá nánar hér fyrir neðan. ENGLISH below.
------------
Anna Lawrence is a Brooklyn-based artist from Los Angeles and England. Anna is a recent Pratt Graduate where she studied Fine Arts and Art History. Her themes work themselves out across a variety of media, and Anna works particularly with landscape as a resonance for human feelings of at-homeness and those of displacement. Her works celebrates the duality of an alien familiarity.

Brooke Holve lives and works in Sebastopol, CA. A visual artist for more than two decades, her art practice has taken her through explorations of calligraphy, bookbinding, printmaking, digital technology, and poetry. Her current work is informed by the changing role of the book as the world moves to primarily digital delivery systems.

Sara Sutter is a poet, writer, professor, and photographer, from Portland, Oregon. Sara’s poetry appears in two chapbooks, O to Be a Dragon (Finishing Line Press 2016) and Sirenomelia (Poor Claudia 2013), and in various online and print publications—including The Awl, Fence Magazine, and The Hollins Critic. Sara also writes reviews, interviews, personal essays, and she makes photo essays.

Elizabeth Sher is Professor Emeritus from California College of the Arts in Oakland and San Francisco, CA, USA. Her films and art for more than 3 decades has been exhibited and honored internationally. This is her second residency at Gullkistan Center for Creative People. More information about Elizabeth Sher's Art & Film at www.ivstudios.com

Alison J Leedy, singer songwriter among other things, now living in Denver Colorado.

Heimildamyndirnar tvær sem sýndar verða klukkan 16.00 eru eftir Eizabeth Sher.

PENNY er margverðlaunuð mynd sem fjallar um Penny Cooper baráttukonu fyrir jöfnum réttindum samkynhneigðra og varpar ljósi á þennan merka brautryðjanda og frábæra karakter. Penny er lesbía og aktívisti en jafnframt einn virtasti dómstólalögfræðingur í Kaliforníu.

Titlill seinni myndarinnar gæti útlagst á íslensku MINNING HINNA LÁTNU – LIST SORGARATHAFNA. Í henni er sorgarferlið skoðið í sögulegu ljósi og í ólíkum menningarheimum. Sagt er frá leit mannsins að leiðum til að lifa með og sættast við sorgina þar sem litið er á dauðann sem eðlilega og náttúrulega framvindu lífsins.

music culture art cinema education photography
Nearby hotels and apartments
Gullkistan, residency for creative people
Dalbraut 1, Laugarvatn, 840, Iceland
Gullkistan, residency for creative people
Dalbraut 1, Laugarvatn, 840, Iceland
Event from gullkistan.is