Neisti 2019

Friday  11 January  2019  10:00 AM    Sunday  13 January  2019 9:00 AM
Save Saved
Last update 14/01/2019
  85

Sveitarforingjanámskeið þar sem hver og einn fær tækifæri til að velja sína dagskrá. Markmiðið með námskeiðinu er að auka færni á ýmsum sviðum skátastarfsins og efla foringja í sínu starfi. Aldurstakmark er 16 ár.
Við hvetjum ALLA aðstoðarforingja, sveitarforingja og dagskrárforingja til að mæta á þetta námskeið, hvort sem þeir eru nýlega orðnir foringjar eða hafa verið starfandi í mörg ár.
Smiðjurnar á námskeiðinu eru valdar út frá óskum sveitarforingja haustið 2018. Smiðjurnar munu meðal annars dýpka þekkingu og færni í dagskrá tengda færnimerkjunum, auka sjálfstraust í að stýra stórum hópum, fara í ferðir með sveitina sína, kveikja á skátagaldrinum og ævintýri í starfinu... og margt fleira. Leiðbeinendur koma víðsvegar að úr íslensku samfélagi sem og erlendis frá.
Listi yfir smiðjur:
https://docs.google.com/document/d/1_rHQ5jSaO0P2dhG0_nD2S1Nv-6jOQKYw4bQnvlvq9ZY/editusp=sharing
Skráning í smiðjur:
https://neisti.velgert.is/
Það þarf að skrá sig í smiðjur og í nóra hér: www.felog.skatar.is. Skráningarfrestur er 10.desember 2018

Nearby hotels and apartments